Samið við Landsnet um flutning vindorku
Landsnet og Landsvirkjun hafa samið um að tengja vindorkuverið sem rísa á í svonefndum Búrfellslundi inn á raforkuflutningskerfið. Vindorkuverið verður neðan við Sultartangastíflu í Rangárþingi ytra. Allt að 30 vindmyllur eiga að rísa þar á 18 ferkílómetrum. Þær verða að hámarki 150 metrar á hæð. Uppsett afl vindorkuversins verður allt að 120 MW og árleg orkugeta 440 GWst.