Verkís hlutskarpast í útboði
Við undirrituðum á dögunum samning við verkfræðistofuna Verkís um ráðgjafarþjónustu fyrir Búrfellslund, vindorkuverið sem mun rísa við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Verkís varð hlutskarpast í útboði sem fór fram í febrúar og höfum við því tekið tilboði fyrirtækisins, sem það gerði í samvinnu við Rambøll í Danmörku.