Aukinni raforkuþörf mætt
Landsvirkjun styður við vaxandi orkuþörf samfélagsins, innlend orkuskipti, framþróun núverandi viðskiptavina og ný tækifæri í stafrænni vegferð, nýsköpun og fjölnýtingu. Til að mæta aukinni raforkuþörf stefnum við að því að raungera fjögur virkjunarverkefni á árunum 2025-2027. Til að svo geti orðið skiptir miklu að leyfisveitingarferli sé bæði skilvirkt og árangursríkt.
Áætlað er að þessi verkefni skili a.m.k. 1.500 GWst af nýrri raforku árlega, sem nemur um 10% af raforkuvinnslu Landsvirkjunar á árinu 2022. Verkefnin eru:
- Búrfellslundur
- Hvammsvirkjun
- Stækkun Þeistareykjastöðvar
- Stækkun Sigöldustöðvar