Loftslagsmál

Landsvirkjun verður kolefnishlutlaus árið 2025. Þá bindum við a.m.k. jafnmikið kolefni og starfsemin losar.
Metnaðarfull loftslagsáætlun
Við vitum að tíminn til aðgerða er núna. Fyrirtæki þurfa að setja sér metnaðarfull markmið til þess að stemma stigu við loftslagsbreytingum.
Þess vegna höfum við búið til áætlun um aðgerðir í loftslagsmálum til ársins 2030.
Í henni birtast metnaðarfull markmið, aðgerðir og forgangsröðun sem vísa okkur veginn til framtíðar.

Kolefnishlutlaus 2025

Leiðandi í loftslagsmálum
Landsvirkjun fékk árið 2022, fyrst íslenskra fyrirtækja, hæstu einkunn fyrir stýringu eigin loftslagsáhrifa og afleiðinga loftslagsbreytinga á starfsemi fyrirtækisins hjá alþjóðlegu samtökunum CDP. Landsvirkjun telst þar með til leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu.
Samtökin CDP stuðla að samræmdri og faglegri upplýsingagjöf um umhverfismál, ásamt því að veita endurgjöf og hvetja til stöðugra umbóta. Upplýsingagjöfin er viðamikil og nær utan um loftslagsstýringu fyrirtækja með heildrænum hætti. Árið 2022 skiluðu um nítján þúsund fyrirtæki inn upplýsingum um loftslagsmál til samtakanna.
Landsvirkjun er í hópi 283 þeirra sem hljóta hæstu einkunn og komast á A lista samtakanna.

Lykiltölur
úr loftslagsbókhaldi Landsvirkjunar fyrir árið 2022
Kolefnisspor
0þ. tonnCO₂ -íg2%Heildarlosun
0þ. tonnCO₂ -íg2%Kolefnisbinding
0þ. tonnCO₂ -íg2%Kolefnisspor á orkueiningu
0gCO₂ -íg/kWst2%Heildarlosun á orkueiningu
0gCO₂ -íg/kWst2%Losun orkuvinnslu á orkueiningu
0gCO₂ -íg/kWst1%Orkuvinnsla
0TWst4%Forðuð losun vegna orkuvinnslu
0m. tonnCO₂ -íg16%
Hörður Arnarson forstjóri
„Loftslagsbreytingar varða okkur öll.
Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar berum við ábyrgð á að bregðast við þeirri stöðu sem nú blasir við.
Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, sem eru eitt mest aðkallandi viðfangsefni mannkyns.“

