Hvammsvirkjun

Um Hvammsvirkjun

Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjunin verður á stærsta aflsvæði Landsvirkjunar, Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, en þar eru fyrir sjö aflstöðvar sem virkja orku þessara tveggja árkerfa. Upptök orkuvinnslusvæðisins eru í Hofsjökli og Vatnajökli, þaðan sem vatnið rennur úr um 600 metra hæð og losar gríðarmikla orku á leið sinni til sjávar.

Fyrirhuguð Hvammsvirkjun mun nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey austan við Þjórsárholt.

Með því að virkja fall í Þjórsá neðan núverandi virkjana vill Landsvirkjun hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir.

Séð yfir svæðið þar sem mannvirki Hvammsvirkjunar munu rísaSéð yfir mannvirki Hvammsvirkjunar - tölvugerð myndFyrirEftir

Hver er staðan á verkefninu?

Ýmsar framkvæmdir fara af stað í tengslum við Hvammsvirkjun í vor eða sumar að öllu óbreyttu. Vegagerðin hefst þá handa við endurbætur á núverandi Hvammsvegi og ráðist verður í lagningu nýs Búðafossvegar og -brúar þegar ljóst verður að leyfisferli fyrir virkjun er komið í höfn. Í þriðja lagi verða gerðar breytingar á Þjórsárdalsvegi og Gnúpverjavegi þar sem hluti þessara vega fer undir lónstæði en þær framkvæmdir hefjast væntanlega ekki fyrr en síðsumars 2025.

Undirbúningsframkvæmdir Landsvirkjunar vegna virkjunarinnar hefjast einnig í sumar ef öll leyfismál klárast. Gerður verður nýr aðkomuvegur í framhaldi af núverandi Hvammsvegi, það þarf að leggja grunn að vinnubúðum og leggja veitukerfi fyrir þær og framkvæmdasvæðið allt.

Einnig verður byrjað á frárennslisskurði til að hægt sé að nýta efni þaðan í vegagerð. Þessar framkvæmdir geta ekki hafist fyrr en framkvæmdaleyfi fyrir virkjun liggur fyrir, en þær gæti þurft að bjóða út fyrr, með tilheyrandi fyrirvörum.

Við erum tilbúin að hefjast handa og vonum að hverflarnir verði farnir að snúast í Hvammsvirkjun fyrir árslok 2028, samfélaginu öllu til heilla.

[Uppfært 12. febrúar 2024]

Helstu stærðir

 • Stærð vatnasviðs

  0km2
 • Virkjað rennsli

  0m2/s
 • Vatnsborð Hagalóns

  0m y.s.
 • Stærð lóns

  0km2
 • Lengd frárennslisganga

  0km
 • Lengd frárennslisskurðar

  0km
 • Virkjað fall

  0m
 • Orkuvinnslugeta

  0gwst/ári
 • Afl virkjunar

  0MW

Vönduð útlitshönnun

Auk mats- og skipulagsvinnu stendur nú yfir lokaundirbúningur virkjunarinnar, sem m.a. felst í vandaðri útlitshönnun mannvirkja, landslagshönnun, rýni á veigamiklum þáttum hönnunar og útfærslu á mótvægisaðgerðum til að lágmarka umhverfisáhrif.

Virkjunarsvæðið, sem er í byggð, verður aðgengilegt og öruggt fyrir gangandi gesti sem munu hafa kost á að skoða þar á tiltölulega litlu svæði mannvirki tengd raforkuvinnslu.