Hvammsvirkjun

Um Hvammsvirkjun

Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjunin verður á stærsta aflsvæði Landsvirkjunar, Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, en þar eru fyrir sjö aflstöðvar sem virkja orku þessara tveggja árkerfa. Upptök orkuvinnslusvæðisins eru í Hofsjökli og Vatnajökli, þaðan sem vatnið rennur úr um 600 metra hæð og losar gríðarmikla orku á leið sinni til sjávar.

Fyrirhuguð Hvammsvirkjun mun nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey austan við Þjórsárholt.

Með því að virkja fall í Þjórsá neðan núverandi virkjana vill Landsvirkjun hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir.

Hæð inntakslóna yfir sjávarmáli

Helstu stærðir

  • Stærð vatnasviðs

    0km2
  • Virkjað rennsli

    0m2/s
  • Vatnsborð Hagalóns

    0m y.s.
  • Stærð lóns

    0km2
  • Mesta hæð stíflu

    0m
  • Lengd frárennslisganga

    0km
  • Lengd frárennslisskurðar

    0km
  • Virkjað fall

    0m
  • Afl virkjunar

    0MW

Mat á umhverfisáhrifum

Sjá meira útgefið efni

Mati á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar lauk í mars 2018, en þá gaf Skipulagsstofnun út álit um mat á tveimur umhverfisþáttum af tólf. Úrskurður Skipulagsstofnunar á hinum tíu þáttunum frá 2003 eru í fullu gildi.

Skipulagsmálum lokið

Grundvöllur að ákvörðun um byggingu Hvammsvirkjunar er að hún sé í orkunýtingarflokki rammaáætlunar, að Orkustofnun veiti virkjunarleyfi og að viðkomandi sveitarfélög veiti framkvæmdaleyfi. Við veitingu framkvæmdaleyfis taka sveitarfélög m.a. tillit til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar.

Virkjunin hefur verið í orkunýtingarflokki rammaáætlunar frá árinu 2015. Hún er í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár; Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Deiliskipulag Hvammsvirkjunar tók gildi í desember 2021.

Leyfismál í ferli

Minjastofnun Íslands gaf leyfi fyrir Hvammsvirkjun í nóvember 2021.

Orkustofnun veitti virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í desember 2022, en umsókn um leyfið hafði verið send stofnuninni í júní 2021. Stofnunin auglýsti umsóknina í júní 2022 og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum. Virkjunarleyfið var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi virkjunarleyfið úr gildi með úrskurði dagsettum í júní 2023.

Fiskistofa gaf leyfi fyrir Hvammsvirkjun í júlí 2022. Umsókn um leyfi var send í febrúar 2022 og með henni fylgdi umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar og álit Veiðifélags Þjórsár.

Landsvirkjun sótti um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps í desember 2022. Sótt verður um önnur nauðsynleg leyfi síðar í undirbúningsferlinu, svo sem byggingarleyfi og starfsleyfi vinnubúða.

Landsvirkjun sótti um heimild Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshloti Þjórsár 1 (nr. 103-663-R) í janúar 2023 í samræmi við lög um stjórn vatnamála.

Vönduð útlitshönnun

Auk mats- og skipulagsvinnu stendur nú yfir lokaundirbúningur virkjunarinnar, sem m.a. felst í vandaðri útlitshönnun mannvirkja, landslagshönnun, rýni á veigamiklum þáttum hönnunar og útfærslu á mótvægisaðgerðum til að lágmarka umhverfisáhrif.

Virkjunarsvæðið, sem er í byggð, verður aðgengilegt og öruggt fyrir gangandi gesti sem munu hafa kost á að skoða þar á tiltölulega litlu svæði mannvirki tengd raforkuvinnslu.