Gisting fyrir Landsvirkjun á Suðurlandi

Landsvirkjun þarf að útvega starfsfólki sínu og verktökum gistingu á næstu misserum og árum, í tengslum við miklar framkvæmdir á starfssvæði okkar við Búrfell. Þess vegna auglýsum við nú útboð á gistiþjónustu og boðum til kynningarfunda.

Hvar verður fundað?

Kynningarfundirnir verða haldnir miðvikudaginn 29. janúar í:

  1. Árnesi – kl. 10:30-11:30
  2. Stracta hóteli á Hellu – kl. 13-14

Nánar um útboðið

Æskilegt er að gistingin sé ekki í meira en 1-1 ½ klst. akstursfjarlægð frá verkstað. Viðmiðunarsvæði er því svæðið frá Þorlákshöfn í vestri, Landeyjasveit í austri og Gullfossi í norðri. Þetta útilokar þó ekki þátttöku aðila utan þess svæðis.

Áætlað svæði
Áætlað svæði

Rammasamningur verður gerður við alla hæfa aðila og innkaup gerð með beinum hætti eða örútboðum á samningstíma.

Á kynningarfundum verður farið yfir:
  • tilgang útboðs
  • hvernig nálgast skal útboðsgögn
  • hvernig skila ber tilboði
  • tímafresti
  • samningsskilmála
  • fyrirspurnir

Útboðsgögn má nálgast á utbod.landsvirkjun.is

Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á innkaup@landsvirkjun.is.