Við undirbúning Hvammsvirkjunar, sem og annarra virkjunarverkefna, vinnum við eftir loftslags- og umhverfisstefnu okkar. Hún er svohljóðandi:
„Landsvirkjun er í fararbroddi á sviði umhverfismála og stuðlar að sjálfbærri þróun í samfélaginu. Við berum virðingu fyrir náttúru landsins og ásýnd þess og vinnum stöðugt að því að bæta nýtingu auðlinda og koma í veg fyrir sóun. Áhersla er lögð er á að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar, að draga úr þeim og koma í veg fyrir umhverfisatvik.“
Landsvirkjun verður kolefnishlutlaus árið 2025 og er losun gróðurhúsalofttegunda á framkvæmdatíma Hvammsvirkjunar hluti af því markmiði. Lögð er áhersla á að draga úr losun helstu losunarvalda, það er steypu, stáls og bruna jarðefnaeldsneytis.
Hér má skoða loftslagsáætlun Landsvirkjunar.