Leyfum okkur græna framtíð
UPPFÆRT 10. OKTÓBER: Ekki er lengur tekið við þátttökuskráningum þar sem fullt er á haustfundinn. Hægt verður að fylgjast með í streymi á vefnum okkar og einnig á Facebook-síðu Landsvirkjunar.
----
Haustfundurinn hefst kl. 9:00 og stendur til 10:30. Húsið verður opnað kl. 8:30. Léttur morgunverður í boði.
Á fundinum verður fjallað um allt það helsta í þróun orkumála á Íslandi. Að þessu sinni verður sjónum m.a. beint að broguðu leyfisveitingaferli, raforkueftirspurn næstu áratugina, orkuskiptum og áhrifum fullselds raforkukerfis.
Að venju verða áhugaverð erindi flutt á haustfundinum okkar, auk ávarps frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.