Rangárþing ytra samþykkir framkvæmdaleyfi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum í morgun að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Skeiða- og Gnúpverjahreppur þarf einnig að samþykkja framkvæmdaleyfi, en vonir standa til að það verði innan skamms.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra tók umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi til afgreiðslu í kjölfar umfjöllunar umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndar og skipulags- og umferðarnefndar sveitarfélagsins, sem báðar samþykktu að sveitarfélagið veitti leyfið.
Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra hefur því verið falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við framlögð gögn og gildandi ákvæði og reglugerðir.
Nánar má lesa um afgreiðslu málsins í fundargerð fundarins.