Nýr upplýsingavefur um orkuskipti

18.10.2022Orka
Þéttsetið í Kaldalóni í Hörpu á kynningarfundi um orkuskipti.is
Þéttsetið í Kaldalóni í Hörpu á kynningarfundi um orkuskipti.is

Orkuskipti.is

Skoða vefinn

Landsvirkjun, Samtök iðnaðarins, Samorka og Efla opnuðu í dag nýjan upplýsingavef um orkuskipti. Vefurinn var formlega kynntur til sögunnar á fundi sem haldinn var fyrir fullum sal í Kaldalóni í Hörpu.

Lovísa Arnardóttir, fundarstjóri og upplýsingafulltrúi Samorku, ræðir orkuskiptin við Kristínu Lindu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar og Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI
Lovísa Arnardóttir, fundarstjóri og upplýsingafulltrúi Samorku, ræðir orkuskiptin við Kristínu Lindu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar og Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI

Á vefnum er að finna aðgengilegar upplýsingar um orkunotkun, orkuskipti og efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum. Einnig var kynnt á fundinum ný greining Eflu um efnahagsleg áhrif orkuskipta næstu áratugi.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar fundinn
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar fundinn

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hélt ávarp en auk hans tóku til máls Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, Haukur Ásberg Hilmarsson, hagfræðingur EFLU, og Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku.

Niðurstöður greiningar EFLU um efnahagsleg áhrif orkuskipta