Kolefnisspor með því minnsta sem þekkist
Kolefnisspor Landsvirkjunar í raforkuvinnslu er með því minnsta sem þekkist á heimsvísu eða 1,1 g CO2íg/kWst. Við tökum ábyrgð á þeirri losun sem þó verður vegna starfseminnar og verðum kolefnishlutlaus árið 2025.
Landsvirkjun hefur frá árinu 2018 notað kolefnisverð til að ná árangri í að minnka kolefnissporið sitt.
Kolefnisverð Landsvirkjunar árið 2023 er 144 USD fyrir hvert tonn af CO2 ígildi og styður við markmið okkar um kolefnishlutleysi og samdrátt í losun.