Tökum vel á móti framtíðinni
Ávörp forstjóra og stjórnarformanns
Árangur sem skiptir máli
Endurnýjanleg orka leikur lykilhlutverk í loftslagsmálum. Ekki þarf annað en líta til árangurs Landsvirkjunar í því að lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfseminnar. Kolefnisspor fyrirtækisins var einungis 1,2 grömm af koldíoxíðígildum á kílóvattstund, sem er einstaklega lítið, jafnvel þegar borið er saman við það sem gengur og gerist í endurnýjanlegri orkuvinnslu í heiminum.
Aukinn arður til þjóðarinnar
Ákveðin tímamót urðu í rekstri Landsvirkjunar árið 2021, þegar skuldahlutföll urðu sambærileg við sömu mælikvarða hjá systurfyrirtækjunum á Norðurlöndum. Þetta þýðir að ekki þarf lengur að leggja höfuðáherslu á lækkun skulda og meira svigrúm er til þess að greiða arð til eiganda Landsvirkjunar, íslensku þjóðarinnar.
Helstu fréttir ársins 2021
Árið 2021 var viðburðaríkt hjá Landsvirkjun. Horft var til framtíðar við gerð nýrra raforkusamninga og samstarf var hafið um öflug nýsköpunarverkefni. Straumhvörf urðu í fjármálum fyrirtækisins, en tekjur þess hafa aldrei verið meiri en árið 2021. Kolefnisspor fyrirtækisins stóð í stað milli ára, þrátt fyrir aukna orkuvinnslu og að dregið hafi úr samdráttaráhrifum COVID-19.
Ísland getur orðið fyrirmynd annarra ríkja í orkuskiptum
Orkuskipti eru lykillinn að sjálfbærum heimi, eru meginskilaboð Landsvirkjunar á COP26 loftslagsráðstefnunni, sem fer nú fram í Glasgow.
Áratugur jarðhitans runninn upp
Marit Brommer, framkvæmdastjóri Alþjóða jarðhitasambandsins, kynnti lokayfirlýsingu heimsþings Alþjóða jarðhitasambandsins í Hörpu 24.-27. október.
Viljayfirlýsing um grænan orkugarð á Reyðarfirði
Fjarðabyggð, Landsvirkjun og Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) hafa undirritað viljayfirlýsingu um að meta kosti þess að þróa grænan orkugarð á Reyðarfirði.
Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar styður stækkun gagnavera atNorth
Landsvirkjun hefur gert nýjan raforkusamning til tveggja ára til að styðja við áframhaldandi vöxt gagnavera atNorth.
Landsvirkjun og Verne Global undirrita nýjan grænan raforkusamning
Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030
Brú yfir Þjórsá opin fyrir gangandi og hjólandi
Framkvæmdum við smíði nýrrar göngu-, hjóla- og reiðbrúar yfir Þjórsá ofan Þjófafoss hefur miðað vel. Verkefnið er hluti mótvægisaðgerða vegna stækkunar Búrfellsstöðvar.
Samstarf um að skoða framleiðslu á rafeldsneyti á Grundartanga
Landsvirkjun, Carbon Recycling International, Elkem á Íslandi og Þróunarfélag Grundartanga áforma samstarf um skoðun á framleiðslu á grænu metanóli.
Sjálfbærniskýrsla Landsvirkjunar valin samfélagsskýrsla ársins
Landsvirkjun hlaut verðlaun fyrir samfélagsskýrslu ársins, ásamt BYKO, og voru verðlaunin afhent í húsi Samtaka atvinnulífsins 8. júní.
Lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar hækkar
Matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur hækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar um einn flokk í BBB+ úr BBB með stöðugum horfum.
Uppskerudagur Startup Orkídeu
Lokadagur Startup Orkídeu var haldinn hátíðlegur í Grósku hugmyndahúsi föstudaginn 19. mars. Þar kynntu fimm sprotafyrirtæki viðskiptahugmyndir sínar.
Samningarnir við Norðurál
Landsvirkjun og Norðurál hafa gert milli sín samkomulag um að aflétta trúnaði af rafmagnssamningum milli fyrirtækjanna tveggja.
Breyttur samningur styrkir samkeppnishæfni í Straumsvík
Landsvirkjun og Rio Tinto á Íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010.
60 milljónum úthlutað úr Orkurannsóknasjóði
60 milljónum króna var úthlutað úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar til margvíslegra verkefna á sviði umhverfis- og orkumála.
Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC í sjötta sinn
Landsvirkjun hefur fengið gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC fyrir árið 2020. Þetta er sjötta skiptið í röð sem fyrirtækið nær þessum áfanga.
Lykiltölur ársins
Rekstrartekjur
$0m23%Nettó skuldir
$0m10%Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði
$0m64%Eiginfjárhlutfall
0%4%Hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum
0%3%Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn
0%76%Kolefnisspor á orkueiningu
0g8%CO2 -íg/kWst
Kolefnisspor
0þ. tonna3%CO2 -íg
Forðuð losun vegna raforkuvinnslu
0m. tonna15%CO2 -íg
Ársskýrsla Landsvirkjunar 2021
Ársskýrsla Landsvirkjunar hefur komið út eingöngu á vefnum síðan árið 2014. Hún er nú sameinuð loftslagsbókhaldi og sjálfbærniskýrslu, sem komið hafa út í sérstökum skjölum síðustu ár. Ársskýrslan er gefin út í samræmi við alþjóðastaðalinn GRI, Global Reporting Initiative.
Auk aðalskjalsins má nálgast ársreikning, GRI-töflu og loftslagsbókhald fyrirtækisins í valmyndinni hér efst á vefnum.