Staða mála vegna Hvammsvirkjunar í september 2024

12.09.2024Hvammsvirkjun

Staða mála í september 2024

Vegagerðin hefur unnið að endurbótum á núverandi Hvammsvegi í sumar og styttist í að ráðist verði í lagningu nýs Búðafossvegar og -brúar. Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun 12. september 2024 og þá þarf aðeins að bíða framkvæmdaleyfis frá sveitarfélögunum tveimur, Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þegar öll leyfi eru í höfn verða gerðar breytingar á Þjórsárdalsvegi og Gnúpverjavegi þar sem hluti þessara vega fer undir lónstæði en þessar framkvæmdir hefjast væntanlega ekki fyrr en síðsumars 2025.

Þegar öll leyfismál hafa klárast mun Landsvirkjun hefja ýmsar undirbúningsframkvæmdir. Gerður verður nýr aðkomuvegur í framhaldi af núverandi Hvammsvegi, það þarf að leggja grunn að vinnubúðum og leggja veitukerfi fyrir þær og framkvæmdasvæðið allt.

Einnig verður byrjað á frárennslisskurði en efni úr honum verður m.a. nýtt í vegagerð.