Landsvirkjun þarf að skerða afhendingu raforku til fiskimjölsbræðslna og fiskþurrkana á miðvikudag, 1. desember, milli kl. 8 og 18. Þá hefur skerðingin jafnframt áhrif á skerðanlega skammtímasamninga við stórnotendur. Samningar við þessa viðskipavini gera ráð fyrir að til skerðinga geti komið, þegar eftirspurn er mjög mikil.
Einungis er um tímabundna skerðingu að ræða vegna mikils álags þennan dag og nauðsynlegs viðhalds sem fer fram hjá Landsvirkjun á sama tíma.
Eftirspurn eftir raforku hefur aukist hratt undanfarna mánuði. Skerðingarákvæði samninga eru hugsuð til að nota við slíkar aðstæður, þ.e. þegar eftirspurn er meiri en framboð. Fiskimjölsframleiðendur hafa t.d. notast bæði við olíu og rafmagn í framleiðslu sinni, en samningar undanfarinna ára miðað að því að þeir hafi sem mestan aðgang að raforku. Olían er þó enn nauðsynlegur varaaflgjafi.