Framkvæmdaleyfi veitt vegna vindorkuvers
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að veita Landsvirkjun leyfi til framkvæmda vegna vindorkuvers við Vaðöldu. Um er að ræða leyfi vegna vegagerðar innan framkvæmdasvæðis annars vegar og leyfi til uppsetningar vinnubúða hins vegar.
Sveitarstjórnin tók framkvæmdaleyfisumsókn Landsvirkjunar fyrir á fundinum og fól skipulags- og umferðarnefnd, ásamt umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd Rangárþings ytra, að vinna áfram að afgreiðslu umsóknarinnar.
Útboðsferli meðal vindmylluframleiðenda er á lokametrunum og gert er ráð fyrir að í októbermánuði verði ljóst hvaða vindmylluframleiðandi verður fyrir valinu.