Þeistareykjastöð

2017Jarðgufustöð

Þeistareykjastöð var gangsett 17. nóvember 2017 og er á Norðausturlandi, um það bil miðja vegu á milli Kröflustöðvar og Húsavíkur.

Orka úr iðrum jarðar

Þeistareykjastöð var fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisti frá grunni. Stöðin var gangsett 17. nóvember árið 2017, þegar fyrri 45 megavatta vélasamstæðan var ræst. Sú síðari var gangsett 18. apríl árið eftir. Uppsett afl stöðvarinnar er 90 megavött og getur hún unnið 740 gígavattstundir á ári. Við byggingu stöðvarinnar var meginmarkmiðið að reisa hagkvæma og áreiðanlega stöð sem tekur mið af umhverfi sínu og náttúru.

Jarðhitasvæðið við Þeistareyki býður upp á mikla möguleika til jarðvarmavinnslu, en áætluð orkuvinnslugeta svæðisins er um 200 megavött. Heimafólk á svæðinu átti frumkvæði að nýtingu jarðhitaauðlindar Þeistareykjasvæðisins, en saga félagsins Þeistareykja nær allt til ársins 1999 þegar forundirbúningur fyrir Þeistareykjastöð hófst. Landsvirkjun eignaðist rúm 30% í félaginu árið 2005 og allt félagið fimm árum seinna.

Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar

Þeistareykir

2017

Helstu stærðir

  • Uppsett afl

    0MW
  • Gufuhverflar

    0MW
  • Orkuvinnslugeta

    0GWh /ár
  • Gangsetning á vél 1

    0
  • Gangsetning á vél 2

    0
  • Vistferilslosun

    0g CO₂-ígilda/kWst

Sjálfbær nýting jarðvarmavinnslu

Þeistareykjastöð var fyrsta jarðvarmastöð í heimi sem metin var samkvæmt drögum að nýjum matslykli um sjálfbærni jarðvarmavirkjana (Geothermal Sustainability Assessment Protocol - GSAP).

Í framhaldi af árangursríkri notkun HSAP matslykilsins í úttektum á Blöndustöð og Fljótsdalsstöð árið 2017 komu fram hugmyndir um að gera samsvarandi matslykil um sjálfbærni jarðvarmavirkjana. Þróun á matslyklinum var unnin í samstarfi Orkustofnunar, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur, HS Orku og Umhverfisstofnunar.

Niðurstöður matsskýrslu sem gefin var út árið 2018 gáfu til kynna að undirbúningsferlið við Þeistareykjastöð hafi almennt fallið vel að alþjóðlegum viðmiðum um sjálfbæra þróun samkvæmt sjálfbærnisvísum lykilsins. Af þeim 17 vísum sem metnir voru fengu 11 þeirra hæstu einkunn sem lykillinn veitir. Þá þótti verkefnið til fyrirmyndar m.a. hvað varðar samskipti og samráð við hagsmunaaðila og nýtingu á jarðhitaauðlindinni fyrir rekstur Hellisheiðarvirkjunar.