Blöndustöð

1991Vatnsaflsstöð

Blöndustöð var gangsett haustið 1991 og er staðsett á Norðvesturlandi.

Blöndustöð

Fyrsta virkjunin hönnuð af Íslendingum

Blöndustöð nýtir rennsli jökulárinnar Blöndu og er eina aflstöð okkar á Norðvesturlandi. Uppsett afl stöðvarinnar er 165 megavött og getur hún því unnið 990 gígavattstundir af rafmagni á ári hverju. Stöðin stendur á brún hálendisins, þar sem Kjalvegur endar, en frá Blöndulóni rennur Blanda í norðvestur, fyrst eftir Blöndudal og síðan Langadal meðfram þjóðvegi 1, þar til hún kemur að ósi á Blönduósi.

Blöndulón er þriðja stærsta stöðuvatn á Íslandi, en það er 56 m2 að stærð og hefur 412 gígalítra af vatni til að miðla til rafmagnsvinnslu. Síðan Blöndulón myndaðist höfum við ræktað upp meira en 5.000 hektara á svæðinu við upptök Blöndu, sem áður var gróðurvana hálendi og er í 400-600 metra hæð við sjó.

Blöndustöð er neðanjarðarstöð, rúmlega 230 metra undir yfirborði jarðar. Frá Blöndulóni er vatninu veitt um 25 kílómetra leið að Gilsárlóni, inntakslóni virkjunarinnar. Þaðan er því svo veitt um 1,3 kílómetra. langan skurð að inntaki stöðvarinnar, þar sem það er leitt niður í vélar að stöðvarhúsi. Fallhæð að vélum er 287 metrar. Eftir að hafa farið í gegnum hverfla rennur vatnið 1,7 kílómetra um frárennslisgöng, aftur út í farveg Blöndu.

Blöndustöð er fyrsta virkjunin sem alfarið er hönnuð af Íslendingum.

Helstu stærðir

  • Uppsett afl

    0MW
  • Francis hverflar

    0MW
  • Orkuvinnslugeta

    0GWh /ár
  • Heildarfallhæð

    0m
  • Hámarksrennsli

    0m3/sek

Blue Planet verðlaunin árið 2017

Árið 2017 hlaut Blöndustöð Blue Planet verðlaunin sem Alþjóða vatnsaflssamtökin (International Hydropower Association, IHA) veita verkefnum sem skara fram úr í sjálfbærri nýtingu vatnsafls í heiminum. Verðlaunin eru veitt á grundvelli alþjóðlegs matslykils um sjálfbæra nýtingu vatnsafls en úttekt á grundvelli hans var framkvæmd af alþjóðlegu teymi á Blöndustöð og Fljótsdalsstöð árið 2013.

Úttekt leiddi í ljós að rekstur Blöndustöðvar væri framúrskarandi hvað varðar sjálfbæra nýtingu vatnsafls og að á mörgum sviðum þóttu starfsvenjur í Blöndustöð þær bestu sem fyrirfinnast.

Reksturinn fékk hæstu einkunn í 14 flokkum af þeim 17 sem teknir voru til skoðunar. Í þremur flokkum fékk stöðin 4 í einkunn af 5 mögulegum og í hverjum þeirra var aðeins eitt frávik frá bestu mögulegum starfsvenjum.

Blöndustöð hlaut Blue Planet verðlaunin

Maí 2017