Írafossstöð

1953Vatnsaflsstöð

Írafossstöð var gangsett 16. október 1953 og er staðsett í Soginu sem fellur úr Þingvallavatni.

Stöðin virkjar fall tveggja neðri fossanna í Soginu

Írafossstöð var önnur aflstöðin sem reist var í Soginu. Stöðin virkjar fall tveggja neðri fossanna í Soginu; Írafoss og Kistufoss. Sogið er stíflað ofan við Írafoss, nánast í sömu hæð og frárennslið er frá Ljósafossi. Stöðin var fyrsta neðanjarðarvirkjunin á Íslandi og stærsta vatnsaflsvirkjunin þar til að Búrfellsvirkjun var tekin í gagnið árið 1970.

Lóðrétt þrýstigöng liggja niður í stöðvarhúsið, sem er grafið í landið við Írafoss, og 650 metra löng frárennslisgöng eru svo grafin undir ána og niður fyrir Kistufoss. Uppsett afl stöðvarinnar er 48 megavött og raforkuframleiðslan er 236 gígavattstundir á ári.

Rekstur stöðvarinnar hófst árið 1953 með tveimur 15,5 megavatta vélasamstæðum, en hún var stækkuð með einni 16,7 megavatta vél til viðbótar árið 1963.

Forseti sameinaðs alþingis, Jón Pálmason, lagði hornstein undir eystri stoð aðaldyra að þessu orkuveri að Írafossi 29. maí 1952.

Helstu stærðir

  • Uppsett afl

    0MW
  • Francis hverflar

    0x

    2 x 15,5 MW - 1 x 16,8 MW

  • Orkuvinnslugeta

    0GWh /ár
  • Heildarfallhæð

    0m

Sogið

Sogið fellur úr Þingvallavatni. Afrennsli vatnsins er til suðurs um Efra-Sog í Úlfljótsvatn sem liggur 21 metra lægra en Þingvallavatn og er 2,8 km2. Neðan Úlfljótsvatns eru þrír fossar, Ljósifoss, Írafoss og Kistufoss og er samanlögð fallhæð þeirra 55 metrar. Meðalrennsli Sogsins er um 110 m2 á sekúndu.

Sogið er vatnsmesta lindá landsins og kemur vatnið aðallega úr uppsprettum á botni Þingvallavatns.