Loftslags- og umhverfisstefna

Virðing fyrir náttúru og ábyrg nýting auðlinda

Loftslags- og umhverfisstefna á PDF

Landsvirkjun er í fararbroddi á sviði umhverfis- og loftslagsmála.

Við berum virðingu fyrir náttúru landsins og ásýnd þess og vinnum stöðugt að því að bæta nýtingu auðlinda og koma í veg fyrir sóun. Við stöndum vörð um líffræðilega fjölbreytni með vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Áhersla er lögð á að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar, að draga úr þeim og koma í veg fyrir umhverfisatvik.

Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi og tekur virkan þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsvánni. Markvisst er unnið að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfseminnar, styðja við skuldbindingar Íslands um samdrátt í samfélagslosun og bregðast við þeim áskorunum og tækifærum sem loftslagsbreytingum fylgja.

Aðgerðaáætlun

Skoða aðgerðaáætlun

Aðgerðaáætlun okkar í loftslags-og umhverfismálum inniheldur fjölda aðgerða og undirmarkmið sem varða leið okkar að markmiðum loftslags- og umhverfisstefnunnar.

Í henni má sjá með skýrum hætti hvað við ætlum að gera, hvenær við ætlum að gera það og hverjir bera ábyrgð á stökum aðgerðum.

Markmið loftslags- og umhverfisstefnu

  • Við hámörkum nýtingu þeirra auðlinda sem þegar hafa verið virkjaðar

  • Við komum í veg fyrir öll atvik sem eru skaðleg fyrir umhverfið

  • Árið 2025 verður starfsemi Landsvirkjunar kolefnishlutlaus

  • Árleg losun gróðurhúsalofttegunda minni en 4 gCO2 ígilda á kWst

  • Við hættum að kaupa jarðefnaeldsneyti árið 2030

Forstöðumaður - Loftslag og grænar lausnir