Vel heppnaður haustfundur á Selfossi

31.10.2024Fyrirtækið

Haustfundur Landsvirkjunar var haldinn á Hótel Selfossi miðvikudaginn 30. október 2024. Hann var vel sóttur og við hjá Landsvirkjun erum sérstaklega ánægð með hversu margt fólk af helsta vinnslusvæði okkar á Suðurlandi sá sér fært að mæta.

Það ríkti góð stemmning í salnum á haustfundinum okkar.
Það ríkti góð stemmning í salnum á haustfundinum okkar.

Ávinningur nærsamfélags og ferðaþjónustu

Horfa á upptöku af haustfundi
Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis.
Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis.

Erindi voru þrjú. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis, rakti margvíslegan ávinning af starfsemi Landsvirkjunar fyrir nærsamfélög aflstöðva okkar. Margt áhugavert kom fram í erindi hennar, m.a. að uppgræðsla orkufyrirtækis þjóðarinnar undanfarin tæp 60 ár jafngildir 33.400 fótboltavöllum!

Guðmundur Finnbogason, verkefnisstjóri hjá Nærsamfélagi og náttúru.
Guðmundur Finnbogason, verkefnisstjóri hjá Nærsamfélagi og náttúru.

Guðmundur Finnbogason, verkefnisstjóri hjá Nærsamfélagi og náttúru, fjallaði um samspil ferðaþjónustu og orkuvinnslu. Með vísan til ýmissa kannana hrakti hann þá lífseigu mýtu að orkuvinnsla ynni gegn ferðaþjónustu. Allar kannanir sýna að ferðamenn hafa ekkert á móti grænu orkumannvirkjunum okkar.

Sófaspjall í fuilum gangi. F.v. Dóra Björk Þrándardóttir, Sveinn Aðalsteinsson, Jóna Bjarnadóttir og Guðmundur Finnbogason
Sófaspjall í fuilum gangi. F.v. Dóra Björk Þrándardóttir, Sveinn Aðalsteinsson, Jóna Bjarnadóttir og Guðmundur Finnbogason

Að loknum erindum Jónu og Guðmundar stýrði Dóra Björk Þrándardóttir, nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun, sófaspjalli þeirra með Sveini Aðalsteinssyni, framkvæmdastjóra Orkídeu.

Viðamiklar framkvæmdir fram undan

Horfa á upptöku af haustfundi
Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmda.
Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmda.

Þessu næst fór Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmda, yfir aðdraganda, umfang og skipulag þeirra viðamiklu framkvæmda sem fram undan eru næstu árin á Þjórsársvæði. Þar hefjast nú framkvæmdir við Hvammsvirkjun og á sama tíma rísa 28 vindmyllur við Vaðöldu. Ekki er þá allt upp talið því stækkun Sigöldu er líka á dagskrá. Alls munu um 700 manns starfa við framkvæmdir Landsvirkjunar á svæðinu þegar fjölmennast verður.

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Auk þessara erinda Landsvirkjunarfólk hlýddu fundargestir á ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem einnig tók þátt í pallborðsumræðum með Ásbjörgu, Herði Arnarsyni forstjóra og Eggert Val Guðmundssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra, en umræðunum stýrði Vordís Sörensen, forstöðumanni reksturs og auðlinda.

Fróðlegar pallborðsumræður. F.v. Vordís Sörensen Eiríksdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Eggert Valur Guðmundsson, Ásbjörg Kristinsdóttir og Hörður Arnarson.
Fróðlegar pallborðsumræður. F.v. Vordís Sörensen Eiríksdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Eggert Valur Guðmundsson, Ásbjörg Kristinsdóttir og Hörður Arnarson.

Fundarstjóri var Úlfar Linnet, forstöðumaður Orkumiðlunar hjá Landsvirkjun.

Úlfar Linnet stjórnaði fundinum af stakri snilld.
Úlfar Linnet stjórnaði fundinum af stakri snilld.