Ávinningur nærsamfélags og ferðaþjónustu
Erindi voru þrjú. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis, rakti margvíslegan ávinning af starfsemi Landsvirkjunar fyrir nærsamfélög aflstöðva okkar. Margt áhugavert kom fram í erindi hennar, m.a. að uppgræðsla orkufyrirtækis þjóðarinnar undanfarin tæp 60 ár jafngildir 33.400 fótboltavöllum!
Guðmundur Finnbogason, verkefnisstjóri hjá Nærsamfélagi og náttúru, fjallaði um samspil ferðaþjónustu og orkuvinnslu. Með vísan til ýmissa kannana hrakti hann þá lífseigu mýtu að orkuvinnsla ynni gegn ferðaþjónustu. Allar kannanir sýna að ferðamenn hafa ekkert á móti grænu orkumannvirkjunum okkar.
Að loknum erindum Jónu og Guðmundar stýrði Dóra Björk Þrándardóttir, nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun, sófaspjalli þeirra með Sveini Aðalsteinssyni, framkvæmdastjóra Orkídeu.