Innkaup og reikningar

Innkaupadeildin sér um innkaup og framkvæmd útboða og hefur eftirlit með að útboð séu í samræmi við lög og reglur.

Skýr og gagnsæ vinnubrögð

Við stundum skýr og gagnsæ vinnubrögð og leitumst við að eiga traust samskipti við okkar birgja. Hér er að finna upplýsingar um útboð, útboðsgögn, fundargerðir frá opnun tilboða og niðurstöður útboða.

Fyrir frekari upplýsingar eða fyrirspurnir skaltu hafa samband við innkaup@landsvirkjun.is.

Reikningar

Upplýsingar fyrir birgja og þjónustuaðila

Útboðsvefur

Á útboðsvefnum eru birtar upplýsingar um þau útboð sem eru í gangi hverju sinni. Áhugasamir aðilar geta skráð sig á vefinn og fylgst með og sótt sér útboðsgögn.

Niðurstöður útboða

Hér má nálgast upplýsingar um opnun tilboða og niðurstöður útboða.

Niðurstöður um val eru settar inn þegar Landsvirkjun hefur farið yfir innsend gögn.