Skráning hafin á haustfund

09.10.2024Fyrirtækið

Haustfundur Landsvirkjunar 2024 verður haldinn á Hótel Selfossi miðvikudaginn 30. október. Yfirskrift fundarins er Virkjum til velsældar.

Hótel Selfoss (mynd af vefnum hotelselfoss.is)
Hótel Selfoss (mynd af vefnum hotelselfoss.is)

Virkjum til velsældar

Skráning og dagskrá

Haustfundurinn hefst kl. 13 og stendur til 15. Húsið verður opnað kl. 12:30 og léttar veitingar verða í boði fyrir og eftir fund. Skráningu, dagskrá og allar nánari upplýsingar má nálgast hér.

Dagskrá fundarins snýst að mestu um þær umfangsmiklu framkvæmdir sem eru að hefjast á Þjórsársvæði með Hvammsvirkjun, Búrfellslundi og stækkun Sigöldustöðvar. Hvað verður gert hvenær og í hvaða röð?

Jafnframt verður fjallað um áhrif á nærsamfélög virkjana, samspil við ferðaþjónustu og ýmislegt fleira.