Steingrímsstöð

1959Vatnsaflsstöð

Steingrímsstöð var gangsett 6. ágúst 1959 og er staðsett við Úlfljótsvatn.

Þriðja stöðin á Sogssvæðinu

Steingrímsstöð er yngst Sogsstöðvanna þriggja. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Miðlunarstífla var gerð við útrennsli Þingvallavatns. Aðrennslisgöng liggja þar úr vatninu í gegnum Dráttarhlíð, sem aðskilur Þingvallavatn og Úlfljótsvatn, að stöðvarhúsinu. Rennsli frá Þingvallavatni er að jafnaði um 100 rúmmetrar á sekúndu.

Rekstur stöðvarinnar hófst árið 1959 og er afl hennar 26 megavött. Orkuvinnslugeta Steingrímsstöðvar er 160 gígavattstundir á ári.

Helstu stærðir

  • Uppsett afl

    0MW
  • Kaplan hverflar

    0MW
  • Orkuvinnslugeta

    0GWh /ár
  • Heildarfallhæð

    0m
  • Hámarksrennsli

    0m3/sek