Með fyrstu gufustöðvum í heimi
Gufustöðin í Bjarnarflagi í Mývatnssveit er elsta jarðvarmastöð landsins og á meðal þeirra fyrstu í heimi. Laxárvirkjun lét byggja stöðina sem var gangsett árið 1969. Landsvirkjun eignaðist Gufustöðina við sameiningu fyrirtækjanna árið 1983. Afl stöðvarinnar nú er fimm megavött og orkuvinnslugetan 42 gígavattstundir á ári. Stöðin nýtir gufu jarðhitasvæðisins við Námafjall.
Vélbúnaður Gufustöðvarinnar var endurnýjaður árið 2019 og var þá gamli hverfillinn fjarlægður eftir áratuga rekstur, en hann hafði upphaflega verið tekinn í notkun í sykurverksmiðju í Bretlandi árið 1934.