Miðlanir standa vel þrátt fyrir lítið innrennsli

06.01.2021Umhverfi

Þrátt fyrir litla úrkomu og kuldatíð á hálendinu stendur orkukerfi Landsvirkjunar vel og er ekki útlit fyrir takmarkanir á raforkuafhendingu á yfirstandandi vetri.

Þrátt fyrir litla úrkomu og kuldatíð á hálendinu stendur orkukerfi Landsvirkjunar vel og er ekki útlit fyrir takmarkanir á raforkuafhendingu á yfirstandandi vetri.

Innrennsli í miðlunarlón Landsvirkjunar hefur verið í minna lagi í haust og engir vetrarblotar náð inn á hálendið það sem af er vetri. Öll miðlunarlón voru full fram yfir miðjan október, en frá þeim tíma hefur niðurdráttur verið samfelldur.

Vegna þessa er heildarstaða miðlana um áramót ívið lakari en í fyrra. Innrennsli á Þjórsársvæði og í Hálslón hefur verið með allra minnsta móti. Á móti kemur að orkusala hefur verið undir væntingum þannig að miðlunarstaðan nú um áramót er vel þolanleg.

www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/voktun