S&P Global Ratings hækkar lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar í A-

15.11.2023Fjármál

Lánshæfismat hækkar um einn flokk

Sjá lánshæfismat Landsvirkjunar

Matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur hækkað lánshæfismat Landsvirkjunar um einn flokk, í A- úr BBB+, með stöðugum horfum. Hækkun á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar kemur í kjölfar hækkunar lánshæfismats ríkissjóðs Íslands í A+ úr A þann 10. nóvember sl.

Hækkun á lánshæfiseinkunninni endurspeglar mat S&P á sterkri fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og góðum horfum fyrir næstu misseri. Skuldir hafa lækkað mikið og fjárhagsleg áhætta minnkað síðustu ár.

Landsvirkjun skilaði metafkomu á þriðja ársfjórðungi 2023 og útlit er fyrir að árið 2023 verði besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar.