Sjáumst 14. nóvember
Samtök iðnaðarins, Samorka, Landsvirkjun, EFLA og Grænvangur standa fyrir opnum fundi fimmtudaginn 14. nóvember kl. 9.30-10.30 í Kaldalóni í Hörpu þar sem kynntar verða nýjar upplýsingar á vefnum Orkuskipti.is. Yfirskrift fundarins er: Hvar stendur Ísland í orkuframleiðslu og orkunotkun í alþjóðlegum samanburði? Kaffi og netagerð verða frá kl. 9.00.
Oft er því fleygt fram að Ísland framleiði mesta orku á mann í heimi. En er það rétt? Og hversu mikla orku framleiðir Ísland í samanburði við Norðurlöndin ef miðað er við stærð landanna? Hvað þarf að gera til þess að ná fram fullum orkuskiptum og hvaða virkjanakostir eru samkeppnishæfir? Á uppfærðum vef orkuskipti.is verður þessum og fleiri spurningum svarað og orkuframleiðsla og orkunotkun Íslands sett í alþjóðlegt samhengi.