Landsvirkjun þróar þjónustu til að jafna vindafl
Landsvirkjun mun á næstunni bjóða aðilum sem þróa vindgarða til samtals um þjónustu til að jafna vindorkuvinnslu, svokallaða vindjöfnunarþjónustu. Vindjöfnunarþjónustan færi þannig fram að Landsvirkjun tæki á móti breytilegri vindorku þegar mikill vindur er og gæti þá safnað vatni í lónin á meðan. Vindorkufyrirtækin fengju svo orku á móti þegar lægði. Þannig gætu vindorkuver samið við viðskiptavini sína um fyrirsjáanlega afhendingu rafmagns. Eðli málsins samkvæmt yrði slík þjónusta þó háð ýmsum skorðum, s.s. framboði á afli, þróun laga- og reglugerða um vindorku, takmörkunum á raforkuflutningi á milli landsvæða og fleiri þáttum.