Verðum öll að leggja okkar af mörkum
Tilgangur Orkurannsóknasjóðs er að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála, hvetja námsfólk til að velja sér viðfangsefni á þeim sviðum, gera fjárframlög orkufyrirtækis þjóðarinnar til rannsókna bæði skilvirkari og sýnilegri og tryggja að þær rannsóknir sem styrktar eru aðstoði við að ná fram framtíðarsýn okkar, sem er sjálfbær heimur knúinn endurnýjanlegri orku.
Í ávarpi við afhendingu styrkjanna sagði Kristin Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, að græn framtíð væri undir okkur öllum komin.
„Við verðum öll að leggja eitthvað til málanna í baráttunni gegn hlýnun jarðar því loftslagsváin, ein stærsta áskorun okkar tíma, virðir ekki landamæri. Og við vitum að heimurinn þarf á nýsköpun að halda til að takast á við þetta gríðarstóra vandamál. Þessi nauðsynlega nýsköpun sprettur ekki fram af sjálfu sér. Hún verður meðal annars til með góðu samstarfi atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Þetta samstarf skiptir lykilmáli í vegferð okkar að grænni framtíð. Við hjá Landsvirkjun viljum leggja okkar að mörkum til að auka þekkingu og menntun á þeim sviðum sem við vitum að munu skipta öllu máli í þeirri vegferð að koma á grænu og loftslagsvænu samfélagi, knúnu endurnýjanlegri orku.“