Reykjahlíð

Mælingar á brennisteinsvetni í andrúmslofti hafa verið stundaðar í Reykjahlíð (við Reykjahlíðarskóla) frá því í febrúar 2011. Helstu uppsprettur brennisteinsvetnis á svæðinu eru Gufustöðin í Bjarnarflagi, Kröflustöð, Þeistareykjastöð og náttúrulegt útstreymi frá jarðhitasvæðum.

Línuritið hér að ofan birtir 24 stunda hlaupandi meðaltal á tíu mínútna fresti en samkvæmt reglugerð nr. 514/2010 skal það að jafnaði vera undir 50 µg/m3 en má þó fara upp fyrir þann styrk þrisvar sinnum á ári. Um óyfirfarnar mæliniðurstöður er að ræða.

Loftgæði Reykjahlíð