Öflug uppbygging Laxeyjar

26.08.2024Viðskipti

Laxey er fyrsti stórnotandi Landsvirkjunar í Vestmannaeyjum.

Laxeyjar- og Landsvirkjunarfólk í einum tankanna, þar sem matfiskur verður alinn. Átta slíkir tankar eru byggðir í fyrsta áfanga. Frá vinstri: Hrafn Sævaldsson, forstöðumaður fjármála og stjórnsýslu hjá Laxey, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður Laxeyjar, Halldór Kári Sigurðarson, viðskiptastjóri Viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun, Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun, Conor Byrne, viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun, Steinunn Pálmadóttir, lögmaður á lögfræðideild Landsvirkjunar og Hallgrímur Steinsson, yfirmaður tæknimála Laxeyjar.
Laxeyjar- og Landsvirkjunarfólk í einum tankanna, þar sem matfiskur verður alinn. Átta slíkir tankar eru byggðir í fyrsta áfanga. Frá vinstri: Hrafn Sævaldsson, forstöðumaður fjármála og stjórnsýslu hjá Laxey, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður Laxeyjar, Halldór Kári Sigurðarson, viðskiptastjóri Viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun, Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun, Conor Byrne, viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun, Steinunn Pálmadóttir, lögmaður á lögfræðideild Landsvirkjunar og Hallgrímur Steinsson, yfirmaður tæknimála Laxeyjar.

Heimsókn til Eyja

Hópur Landsvirkjunarfólks heimsótti landeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum á föstudag, en fyrirtækið er fyrsti stórnotandi okkar í Eyjum. Þar fékk hópurinn að skoða seiðaeldisstöð fyrirtækisins við Vestmannaeyjahöfn og fór jafnframt á byggingarstað matfiskastöðvar þess í Viðlagafjöru á norðaustanverðri Heimaey.

Laxey hyggst framleiða um 32.000 tonn af laxi á ári og byggist framleiðslan upp í 6 áföngum. Vatni sem þarf til starfseminnar er dælt upp úr sjó og það svo endurnýtt að hluta til.

Fyrstu seiði úr seiðaeldisstöðinni verða flutt á Viðlagafjöru í nóvembermánuði.

Athafnasvæði Laxeyjar á norðaustanverðri Heimaey
Athafnasvæði Laxeyjar á norðaustanverðri Heimaey

Grænn raforkusamningur

Landsvirkjun og Laxey gera grænan raforkusamning

Landsvirkjun gerði grænan raforkusölusamning við Laxey í mars. Stærð samnings er um 22 MW sem miðast við fullan rekstur, en afhending raforku vex samhliða uppbyggingu Laxeyjar. Laxey hefur jafnframt ákveðið að kaupa upprunaábyrgðir og er því um grænan raforkusölusamning að ræða.

Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður Laxeyjar, Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,  í nýjum húsakynnum Laxeyjar við Vestmannaeyjahöfn.
Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður Laxeyjar, Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í nýjum húsakynnum Laxeyjar við Vestmannaeyjahöfn.

Landsvirkjunarfólk þakkar góðar móttökur og óskar Laxey til hamingju með uppbygginguna.