Heimsókn til Eyja
Hópur Landsvirkjunarfólks heimsótti landeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum á föstudag, en fyrirtækið er fyrsti stórnotandi okkar í Eyjum. Þar fékk hópurinn að skoða seiðaeldisstöð fyrirtækisins við Vestmannaeyjahöfn og fór jafnframt á byggingarstað matfiskastöðvar þess í Viðlagafjöru á norðaustanverðri Heimaey.
Laxey hyggst framleiða um 32.000 tonn af laxi á ári og byggist framleiðslan upp í 6 áföngum. Vatni sem þarf til starfseminnar er dælt upp úr sjó og það svo endurnýtt að hluta til.
Fyrstu seiði úr seiðaeldisstöðinni verða flutt á Viðlagafjöru í nóvembermánuði.