Landsvirkjun styður Stóra plokkdaginn
Landsvirkjun, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Rótarý Ísland skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning um að treysta grundvöll „Stóra plokkdagsins“ sem haldinn hefur verið í aprílmánuði um nokkurt skeið.
Landsvirkjun og ráðuneytið styðja fjárhagslega við verkefnið næstu þrjú ár. Rótarýumdæmið á Íslandi ber ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd dagsins.
Líkt og fyrri ár er vonast til þess að almenningur taki virkan þátt í deginum enda mikilvægt að við hjálpumst öll að við halda nærumhverfinu hreinu. Við hlökkum til að plokka um land allt. Áfram plokkið!