Landsvirkjun styður Stóra plokkdaginn

14.03.2024Samfélag
Frá undirskrift samstarfssamningsins. F.v. María Björk Ingvadóttir frá Rótarý Ísland, Ólafur Arnar Jónsson og Jóna Bjarnadóttir frá Landsvirkjun, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku og loftslagsráðherra, Ómar Bragi Stefánsson og Jón Karl Ólafsson frá Rótarý Ísland, Einar Bárðarson plokkari og Þórunn Elfa Sæmundsdóttir, ritari ráðherra.
Frá undirskrift samstarfssamningsins. F.v. María Björk Ingvadóttir frá Rótarý Ísland, Ólafur Arnar Jónsson og Jóna Bjarnadóttir frá Landsvirkjun, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku og loftslagsráðherra, Ómar Bragi Stefánsson og Jón Karl Ólafsson frá Rótarý Ísland, Einar Bárðarson plokkari og Þórunn Elfa Sæmundsdóttir, ritari ráðherra.

Landsvirkjun styður Stóra plokkdaginn

Sjá meira um Stóra plokkdaginn

Landsvirkjun, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Rótarý Ísland skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning um að treysta grundvöll „Stóra plokkdagsins“ sem haldinn hefur verið í aprílmánuði um nokkurt skeið.

Landsvirkjun og ráðuneytið styðja fjárhagslega við verkefnið næstu þrjú ár. Rótarýumdæmið á Íslandi ber ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd dagsins.

Líkt og fyrri ár er vonast til þess að almenningur taki virkan þátt í deginum enda mikilvægt að við hjálpumst öll að við halda nærumhverfinu hreinu. Við hlökkum til að plokka um land allt. Áfram plokkið!