Áform um sölu skammtímaorku á markaðstorgum
Landsvirkjun áformar sölu á skammtímaorku á markaðstorgum raforku, Vonarskaði og Elmu. Hingað til hefur orkufyrirtæki þjóðarinnar selt skammtímaorku á eigin viðskiptavef.
Viðskipti á markaðstorgum með skammtímaorku hófust á Íslandi vorið 2024, þegar Vonarskarð hélt fyrsta söluferli stundarrafmagns. Elma, dótturfélag Landsnets, opnaði svo næstadagsmarkað að evrópskri fyrirmynd í mars 2025. Landsvirkjun hefur ekki selt skammtímaorku á þessum markaðstorgum fram til þessa en unnið að greiningum og annarri undirbúningsvinnu.
Stefnt er að þátttöku hjá bæði Vonarskarði og Elmu frá komandi hausti. Framboð fer eftir stöðunni í kerfinu hverju sinni. Komi til þátttöku Landsvirkjunar á skammtímamarkaði leiðir það samhliða til endurskoðunar á sölufyrirkomulagi aflþjónustu.