Yfirgripsmikil skýrsla
Yfirlitssíðu ársskýrslunnar má sjá hér, en hún kemur einnig út á pdf-formi og er gefin út í samræmi við sjálfbærnistaðalinn GRI, enda er sjálfbærni kjarni í rekstri fyrirtækisins.
Í ársskýrslunni má meðal annars finna umfjöllun um:
- Afkomu ársins, sem var betri en nokkru sinni fyrr, en gerð er tillaga um 20 milljarða kr. arðgreiðslu í sameiginlega sjóði
- Umhverfisverðlaun Samtaka atvinnulífsins, sem við fengum afhent í nóvember
- Orkuþörf samfélagsins á næstu árum
- Þá virkjunarkosti sem eru næstir á dagskrá
- Losun okkar á gróðurhúsalofttegundum, sem er áfram á meðal þeirrar minnstu sem gerist í orkuvinnslu
- Setu Landsvirkjunar á lista Financial Times yfir þau evrópsku fyrirtæki sem minnkað hafa losun hvað mest
- Rafeldsneytisverkefni okkar með alþjóðlega fyrirtækinu Linde og íslensku fyrirtækjunum N1 og Olís
- Nýsköpunarverkefnin okkar; Orkídeu, Eimi, Bláma og Eygló
- Skýrslu dönsku ráðgjafarstofunnar Implement um tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi
Óhætt er að segja að með lestri á ársskýrslu Landsvirkjunar megi öðlast greinargóða þekkingu á orkufyrirtæki þjóðarinnar.