Laxárstöð II

1953Vatnsaflsstöð

Laxárstöð II var gangsett 10. október 1953 og er staðsett í Laxárdal.

Næstelsta stöðin í Laxá

Laxárstöð II er næstelsta stöðin í Laxá og nýtir neðri hluta fallsins við Brúar, neðst í Laxárdal. Uppsett afl stöðvarinnar er 9 megavött og raforkuframleiðslan er 78 gígavattstundir á ári. Stöðin er rennslisvirkjun eins og hinar stöðvarnar í Laxá, en það þýðir að þær nýta eðlilegt rennsli árinnar. Áin er stífluð um 300 metrum neðan við stöðvarhús Laxár I og vatnið leitt þaðan að stöðvarhúsi, samtals um 380 metra leið. Í stöðinni er ein vélasamstæða sem tekin var í gagnið árið 1953.

Laxárvirkjun, sem var í helmingaeigu ríkisins og Akureyrarbæjar, reisti Laxárstöðvarnar. Félagið rann inn í Landsvirkjun árið 1983 og hefur Landsvirkjun rekið stöðvarnar síðan.

Helstu stærðir

  • Uppsett afl

    0MW
  • Francis hverflar

    0MW
  • Orkuvinnslugeta

    0GWh /ár
  • Heildarfallhæð

    0m