Samstarf frá 2019
Háskólinn í Reykjavík og Landsvirkjun hafa samið um samstarf á sviði orkumála, loftslagsmála og sjálfbærni. Í samningnum felst að Landsvirkjun leggur fram 65 milljónir króna samtals á næstu 5 árum til að efla rannsóknir HR á þeim sviðum sem samningurinn tekur til, efla menntun um sjálfbærni og að útskrifa fleiri nemendur sem tengjast fræðasviðum innan þeirra rannsóknasetra sem fjármunirnir renna til.
Samstarf Landsvirkjunar og HR hófst með samningi sem tók til uppbyggingar námsbrautar í orkuverkfræði. Árið 2019 var svo samið að nýju til fimm ára og nú með það að markmiði að styðja við uppbyggingu Rannsóknarseturs um sjálfbærni. Þriðji samningurinn tekur gildi núna.