Mikilvægir starfskraftar
Sumarið er komið og hjá okkur í Landsvirkjun fylgir því alltaf mikil eftirvænting að fá sumarstarfsfólkið til starfa. Það er mikilvægt að fá fólk inn yfir sumartímann en einnig afskaplega hollt fyrir okkur að fá ný, fersk augu á okkar störf og ferla.
Sumarstörfin hjá okkur eru fjölbreytt. Við hverja aflstöð sinna ungmenni hefðbundnu starfi vinnuskóla og svo eru háskólanemar sem koma inn og fá hagnýta reynslu af störfum hjá Framkvæmdasviði, Sölu og þjónustu, Fjárstýringu, deild Umbóta og öryggis og Samskiptadeild svo fátt eitt sé nefnt.
Við höfum verið afskaplega lánsöm með sumarnema og mörg hafa endað sem starfsfólk í fullu starfi eftir að hafa byrjað sinn starfsferil hjá okkur sem nemar.