40/40 listinn
Annað hvert ár birtir fyrirtækið Góð samskipti lista yfir 40 stjórnendur, 40 ára og yngri, sem spáð er frekari frama í íslensku viðskiptalífi. Listinn er tekinn saman til að lyfta fólki sem hefur staðið sig vel sem stjórnendur og gefur vísbendingu um hverjir gætu tekið við æðstu stöðum í fyrirtækjum hér á landi á næstu árum. Valur Ægisson, forstöðumaður Viðskiptastýringar, var valinn á listann í ár.
Valur hefur unnið hjá okkur síðan árið 2012. Starf hans felur í sér að stýra samskiptum við viðskiptavini okkar sem eru stórnotendur, innlend sölufyrirtæki og erlendir kaupendur upprunaábyrgða. Valur stýrir fimm manna deild og er einnig staðgengill Tinnu Traustadóttur, framkvæmdastjóra sviðs Sölu og þjónustu.
Við erum gríðarlega stolt af Val.