Fjögur frá Landsvirkjun á lista Góðra samskipta

28.06.2024Fyrirtækið

40/40 listinn

Sjá 40/40 listann fyrir árið 2024

Annað hvert ár birtir fyrirtækið Góð samskipti lista yfir 40 stjórnendur, 40 ára og yngri, sem spáð er frekari frama í íslensku viðskiptalífi. Listinn er tekinn saman til að lyfta fólki sem hefur staðið sig vel sem stjórnendur og gefur vísbendingu um hverjir gætu tekið við æðstu stöðum í fyrirtækjum hér á landi á næstu árum. Valur Ægisson, forstöðumaður Viðskiptastýringar, var valinn á listann í ár.

Valur hefur unnið hjá okkur síðan árið 2012. Starf hans felur í sér að stýra samskiptum við viðskiptavini okkar sem eru stórnotendur, innlend sölufyrirtæki og erlendir kaupendur upprunaábyrgða. Valur stýrir fimm manna deild og er einnig staðgengill Tinnu Traustadóttur, framkvæmdastjóra sviðs Sölu og þjónustu.

Við erum gríðarlega stolt af Val.

Valur Ægisson
Valur Ægisson

Vonarstjörnur í viðskiptalífinu

Sjá listann yfir vonarstjörnur í viðskiptalífinu 2024

Góð samskipti birti einnig lista yfir 30 vonarstjörnur í viðskiptalífinu. Á listanum er fólk sem hefur vakið athygli fyrir hæfileika og metnað. Þrjú sem starfa hjá okkur voru á listanum. Það voru þau Jóhanna Hlín, Sveinbjörn og Vordís.

Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður Loftslags og grænna lausna, stýrir níu manna deild. Hún ásamt teymi sínu leiðir vegferð Landsvirkjunar í loftslagsmálum, grænum lausnum, nýtingu landupplýsinga og fleira.

Jóhanna Hlín Auðunsdóttir
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir

Sveinbjörn Finnsson, forstöðumaður Verkefnaþróunar, stýrir fjögurra manna deild. Sveinbjörn og hans teymi vinna að því að þróa verkefni sem skapa tækifæri fyrir Landsvirkjun að fjárfesta á nýjum sviðum sem geta haft áhrif á loftslagsbreytingar, ásamt fleiru.

Sveinbjörn Finnsson
Sveinbjörn Finnsson

Vordís Eiríksdóttir, forstöðumaður Rekstrar jarðvarma, stýrir rekstri jarðvarmavirkjana okkar sem eru Krafla, Þeistareykir og Gufustöðin. Uppsett afl þessara þriggja stöðva er 155 megavött.

Við erum mjög stolt af okkar flotta fólki. Til hamingju öll!