„Græn orkubreyting á norðurskautinu“

18.05.2021Umhverfi

Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri stýrir sérfræðihópi Norðurskautsráðsins um sót og metan (e. Expert Group on Black Carbon and Methane).

Hún er í viðtali á vefsíðu ráðsins ásamt Inger Johanne Wiese, sem leiðir aðgerðaáætlun ráðsins gegn mengunarefnum (e. Arctic Contaminants Action Program), undir fyrirsögninni „Græn orkubreyting á norðurskautinu“ (e. „Green Energy Shift in the Arctic“).

Í máli þeirra kemur m.a. fram að orkuskipti á norðurslóðum séu svo sannarlega áskorun, en með réttu regluverki og stuðningi muni sjálfbærari orkukerfi borga sig fjárhagslega, umhverfislega og í bættri heilsu fólks.

Hlekkur á viðtalið