Jarðhitinn og möguleikar framtíðar

05.06.2024Samfélag

Landsvirkjun einn helsti bakhjarl IGC

Landsvirkjun var einn helsti bakhjarl íslensku jarðhitaráðstefnunnar (Iceland Geothermal Conference, IGC) sem fór fram í Hörpu 28.-30. maí sl. Skráðir voru rúmlega 600 þátttakendur frá yfir 50 löndum. Ráðstefnan, sem haldin er af íslenska Orkuklasanum, er að festa sig í sessi sem ein stærsta alþjóðlega ráðstefna heims á sviði jarðvarmanýtingar. Hún er alla jafna haldin á 2-3 ára fresti frá árinu 2010 en var síðast árið 2018 þar sem World Geothermal Conference var haldin hér á landi 2021.

Rúmlega 30 starfsmenn frá starfsstöðvum okkar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Mývatnssvæðinu tóku þátt í ráðstefnunni að þessu sinni. Þá skipulögðum við vettvangsferð að ráðstefnu lokinni í samstarfi við Orkuklasann.

Rósbjörg Jónsdóttir framkvæmdastýra Orkuklasans hafði veg og vanda af ráðstefnuhaldinu en Orkuklasinn er samstarf fyrirtækja á sviði orkutengdrar starfsemi á Íslandi. Fulltrúar í fagnefnd við skipulagningu IGC voru Alma Stefánsdóttir (Landsvirkjun), Arna Pálsdóttir (OR), Birta Kristín Helgadóttir (Efla), Bjarni Gautason (ÍSOR), Carine Chatenay (Verkís), Friðrik Ómarsson (COWI), Hörður Harðarson (Arctic Green Energy), Katrín Ragnarsdóttir (COWI) og Vala Hjörleifsdóttir (HR).

Alma Stefánsdóttir, Bjarni Gautason, Carine Chatenay, Vala Hjörleifsdóttir, Birta Kristín Helgadóttir, Hörður Harðarson, Katrín Ragnarsdóttir, Arna Pálsdóttir, Friðrik Ómarsson og Rósbjörg Jónsdóttir.
Alma Stefánsdóttir, Bjarni Gautason, Carine Chatenay, Vala Hjörleifsdóttir, Birta Kristín Helgadóttir, Hörður Harðarson, Katrín Ragnarsdóttir, Arna Pálsdóttir, Friðrik Ómarsson og Rósbjörg Jónsdóttir.

Tækifæri og tæknilausnir

Guðjón Helgi Eggertsson, sérfræðingur okkar á deild reksturs og auðlindaeftirlits jarðvarma, fjallaði um þróun samkeppnishæfni jarðhitans, áskoranir og tækifæri sem nýting hans fæli í sér og hvernig nýjar tæknilausnir hafi áhrif á þróun hagnýtingar. Mikil nýsköpun er nú víða í heiminum á ólíkum sviðum og margir þættir sem geta stutt við vöxt og sjálfbæra nýtingu auðlinda við ólíkar aðstæður. Það verður því áhugavert að fylgjast með verkefnum á því sviðið í náinni framtíð.

Guðjón Helgi Eggertsson
Guðjón Helgi Eggertsson

Jarðhiti er hvati til umbreytinga

Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur okkar á deild þróunar jarðvarma, stýrði málstofu um samspil fæðuöryggis, matvælaframleiðslu og jarðhitanýtingar. Fyrirlestrar málstofunnar vörpuðu skýru ljósi á tækifæri jarðhitanýtingar í matvælaframleiðslu, bæði hér innanlands og á heimsvísu, með áherslu á þau jákvæðu samfélags- og umhverfislegu áhrif sem jarðhitanýting hefur. Fjallað var um reynslusögur fjölbreyttrar nýtingar og samnefnari allra erindanna var að jarðhiti sé ekki aðeins orkugjafi, heldur hvati til umbreytinga, og að jarðvarmageirinn eigi að vera leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri matvælaframleiðslu til að tryggja fæðuöryggi.

Alma Stefánsdóttir
Alma Stefánsdóttir
.
Sigurður H. Markússon, CTO Aurora Abalone, Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu, Alexandra Kjeld, ráðgjafi hjá Eflu, Alma Stefánsdóttir, Landsvirkjun, Laura Wendell Berman, orkuráðgjafi hjá Alþjóðabankanum, Eng. Martha Mburu, framkvæmdastjóri hjá GDC, Justine Valhalst, sjálfbærni- og samskiptastjóri græns iðngarðar í Helguvík, Ken Noda, stofnandi og framkvæmdastjóri iFarm.

Fjölbreytt erindi frá fulltrúum Landsvirkjunar

Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar, stýrði málstofu um beina nýtingu og fjölnýtingu. Þar var fjallað um þau fjölbreyttu tækifæri og jákvæðu áhrif bein nýting jarðhitaauðlinda hefur umfram raforkuframleiðslu á umhverfið og samfélagið í heild seinni. Fyrirlesarar fjölluðu um reynslusögur, bæði innanlands og á heimsvísu, og vörpuðu ljósi á tækifærin þvert á geira.

Haraldur Hallgrímsson
Haraldur Hallgrímsson
Frá vinstri: Anyela Murillo Arroyo, sérfræðingur Costa Rican Institute of Electricity, Haraldur Hallgrímsson, forstöðurmaður viðskiptaþróunar Landsvirkjun, Hlín Vala Aðalsteinsdóttir, vélaverkfræðingur Verkís, Helga Kristín Jóhannsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Orka Náttúrunnar, Nor Binti Ismail, leiðtogi orkuskiptalausna hjá Petroliam Nasional Berhad, Marta Rós Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Baseload Power Iceland.
Frá vinstri: Anyela Murillo Arroyo, sérfræðingur Costa Rican Institute of Electricity, Haraldur Hallgrímsson, forstöðurmaður viðskiptaþróunar Landsvirkjun, Hlín Vala Aðalsteinsdóttir, vélaverkfræðingur Verkís, Helga Kristín Jóhannsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Orka Náttúrunnar, Nor Binti Ismail, leiðtogi orkuskiptalausna hjá Petroliam Nasional Berhad, Marta Rós Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Baseload Power Iceland.

Ásgerður K. Sigurðardóttir, sérfræðingur á deild þróunar og auðlindaeftirlits jarðvarma, fjallaði um mælingar á náttúrulegri losun og þær vísindalegu spurningar sem jarðhitasamfélagið leitast við að svara. Ásgerður fór yfir sögu Kröflueldanna og hvernig eldvirknin hafði bein áhrif á gasstyrk í borholum og magn gass sem berst til yfirborðs um jarðveg. Í erindi sínu bar hún saman mælingar á náttúrulegri losun Þeistareykjasvæðisins og losun frá Þeistareykjastöð, ásamt því að fjalla almennt um hugsanlegan uppruna koltvísýrings í jarðhitakerfum á eldvirkum svæðum og þá miklu óvissu sem ríkir um hve mikil losun frá jarðvarmavinnslu er manngerð.

Ásgerður K. Sigurðardóttir
Ásgerður K. Sigurðardóttir

Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, flutti ávarp í lokaathöfn ráðstefnunnar um framtíðarsýn jarðhitanýtingar innanlands með sjálfbærni og jákvæð samfélagsleg áhrif að leiðarljósi.

Kristín Linda Árnadóttir
Kristín Linda Árnadóttir

Bjarni Pálsson, forstöðumaður þróunar jarðvarma, flutti ávarp um upphaf íslensku jarðhitaráðstefnunnar og hvernig ráðstefnan hefur þróast í gegnum árin. Bjarni er einn af upphafsmönnum IGC og á mikinn heiður skilið fyrir þá hugmyndasýn sem hann hefur mótað á liðnum árum, ásamt Rósbjörgu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Orkuklasans. Bjarni tilkynnti að næsta IGC ráðstefna verði haldin á Íslandi í maí árið 2027.

Bjarni Pálsson
Bjarni Pálsson

Vettvangsferðir

Landsvirkjun, í samstarfi við Orkuklasann, skipulagði tveggja daga vettvangsferð að lokinni ráðstefnunni sem gestum bauðst að skrá sig í. Þátttakendur fengu þar góða kynningu frá Hildi Vésteinsdóttur á starfsemi Mývatnssvæðis, ásamt því að fræðast um starfsemi Eims og græns iðngarðar við Bakka með erindi frá Karen Mist Kristjánsdóttur. Alma Stefánsdóttir kynnti verkefni þróunar jarðvarma og Helgi Arnar Alfreðsson veitti hópnum afar góða leiðsögn og innsýn í starfsemi svæðisins og eins jákvæð áhrif á samfélagið allt í kring. Birkir Örn Elíasson, vaktmaður við Laxárstöð, sá um fræðslu hópsins um bæði stöðvar og vinnslusvæði Laxár. Vilhjálmur Guðmundsson, Embracing Iceland, veitti hópnum fararstjórn. Sérstakar þakkir fá Benedikt Þór Jakobsson, rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavikur, og Páll Ólafsson, eigandi og garðyrkjubóndi að Hveravöllum í Reykjahverfi, fyrir góðar móttökur og kynningu á starfsemi sinni.

Landsvirkjun skipulagði tveggja daga vettvangsferð að lokinni ráðstefnunni.
Landsvirkjun skipulagði tveggja daga vettvangsferð að lokinni ráðstefnunni.

Landsvirkjun tók á móti góðum hóp þátttakenda í vettvangsferð í Ljósafossstöð á meðan á ráðstefnunni stóð. Þar tóku þær Ingibjörg Þórðardóttir, sérfræðingur reksturs og auðlinda jarðvarma, Anna Bríet Bjarkadóttir, sumarstarfsmaður á sömu deild, og Ásdís Vignisdóttir, sérfræðingur eignastýringar og verkefnastoða, vel á móti hópnum, ásamt starfsfólki gestastofunnar. Þær kynntu með glæsibrag starfsemi Landsvirkjunar, núverandi og framtíðarverkefni jarðvarma og einnig áform nýframkvæmda á næstu árum.

Hafrún Þorvaldsdótitr, framkvæmdastjóri e1, Ásdís Vignisdóttir og Ingibjörg Þórðardóttir.
Hafrún Þorvaldsdótitr, framkvæmdastjóri e1, Ásdís Vignisdóttir og Ingibjörg Þórðardóttir.

Við hjá Landsvirkjun þökkum öllum kærlega fyrir virka þátttöku á ráðstefnunni og hlökkum til frekara samstarfs á næstu árum!