Heimsráðstefna vatnsafls 2023

21.11.2023Orkuskipti

Mikil áhersla var lögð á hlutverk vatnsafls til að leið vegferðina að því að ná Parísarmarkmiðinu gegn hlýnun jarðar. Til þess að það náist er talið að tvöfalda þurfi uppsett afl í vatnsafli í heiminum fyrir árið 2050.

Alþjóðlegu samtökin IHA (International Hydropower Association) héldu heimsráðstefna vatnsafls, World Hydropower Congress, í október á Bali í Indónesíu.

Forstöðumaður Þróun vatnsafls kjörin stjórnarmaður

Óli Grétar Blöndal Sveinsson, forstöðumaður í Þróun vatnsafls sótti ráðstefnuna fyrir okkar hönd, en Landsvirkjun hlaut m.a. Blue Planet Prize samtakanna fyrir starfsemi Blöndustöðvar árið 2017.

Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar IHA var haldinn samhliða ráðstefnunni en Óli Grétar er einn af 18 nýkjörnum stjórnarmönnum og var að auki kosinn einn sex varaforseta IHA (sá eini frá Evrópu) og kjörinn til að leiða stefnunefnd IHA.

Notum vatnsafl til að ná Parísarmarkmiðunum

Ráðstefnan tókst í alla staði mjög vel og forseti Indónesíu flutti meðal annars ávarp. Indónesía er talin hafa allt að 95 GW af virkjanlegu vatnsafli en í dag er búið að virkja innan við 10% af því.

Á ráðstefnunni var mikil áhersla lögð á hlutverk vatnsafls til að leið vegferðina að því að ná Parísarmarkmiðinu gegn hlýnun jarðar. Til þess að það náist er talið að tvöfalda þurfi uppsett afl í vatnsafli í heiminum fyrir árið 2050.

Sjálfbær nýting vatnsafls

Ein af afurð ráðstefnunar er Bali Statement on Powering Sustainable Growth þar sem aðilar IHA hvetja stjórnvöld heims til að byggja sínar strategíur varðandi orkuskipti í kringum sjálfbært vatnsafl.