Ný menningarhátíð í Mývatnssveit
Goslokahátíð Kröflu er ný menningarhátíð í Mývatnssveit sem verður haldin dagana 19.-22. september 2024. Tilgangurinn með hátíðahöldum er að fagna og minnast fjörutíu ára gosloka Kröfluelda, en þau urðu þann 18. september 1984 eftir mikil umbrot og tíð eldgos á svæðinu frá desember 1975.
Skipuleggjendur hafa sett upp metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst fjölskyldufólk.