Spurt og svarað um Búrfellslund

Framkvæmdir og mannvirki

  • Hámarkshæð vindmyllanna er 150 m. Mun hærri vindmyllur bjóðast á markaði í dag, en ákveðið var að viðhalda þessari hámarkshæð til að draga úr sjónrænum áhrifum vindorkuversins. Auk þess er afar vindasamt á svæðinu, sem eykur álag á stærri vindmyllur.

  • Gert er ráð fyrir að stærð plana fyrir hverja vindmyllu sé um 1.500 fermetrar. Stærðin ræðst helst af krönum sem þurfa að athafna sig þegar vindmyllurnar eru reistar.

Leyfismál

  • Til að hefja byggingu vindorkuvers þarf margs konar leyfi. Í tilfelli Búrfellslundar var verið að veita þau í fyrsta sinn fyrir vindorkuver. Hér er listi yfir leyfin sem öll eru komin í hús, en auk þeirra þarf að sækja um ýmis leyfi á sjálfum framkvæmdatímanum, t.d. starfsleyfi vinnubúða, leyfi til rekstrar mötuneytis o.fl.: