Framkvæmdir

Fyrstu skref framkvæmda vorið 2024. Vinnuvélar mættar í jarðtæknirannsóknir. Séð yfir svæðið þar sem vindmyllurnar munu rísa. Horft er í norður í átt að Sultartangalóni.

Framkvæmdir framundan

Fyrstu skrefin að framkvæmdum við vindorkuverið voru tekin í júní 2024. Þá hófust jarðtæknirannsóknir til að rannsaka jarðlög undir fyrirhuguðum vindmyllum, byggingum og vegi. Áætluð verklok eru í september 2024. Í rannsóknunum felast m.a. hátt í 30 kjarnaboranir, en einnig eru grafnar gryfjur í laus jarðlög við hvert vindmyllustæði. Þá verður loftborað í vegstæði að fyrirhuguðum vindmyllum og í næsta nágrenni fyrirhugaðra mannvirkja, auk þess sem boraðar verða tvær vatnstökuholur innan svæðisins. Niðurstöður rannsóknanna veita mikilvægar upplýsingar fyrir endanlega hönnun mannvirkja.

Stefnt er að því að leggja aðkomuvegi að vindmyllum haustið 2024, ef öll leyfismál klárast. Aðkoma verður af Þjórsárdalsvegi (nr. 32). Slóðar sem lagðir voru við byggingu Sultartangastöðvar verða áfram nýttir og hafðir til hliðsjónar við hönnun aðkomuvega.