Sjálfbærni í starfseminni
Sem stærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi berum við ábyrgð. Ábyrgð fyrirtækisins hvað varðar sjálfbærni snýr meðal annars að því að fara vel með auðlindir og umhverfi, stuðla að því að þekking og jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins skili sér til samfélagsins og skapa arð.
Við erum sífellt að leita nýrra leiða til að auka sjálfbærni í starfsemi Landsvirkjunar. Við viljum að fyrirtækið láti gott af sér leiða og starfi í jafnvægi við efnahag, umhverfi og samfélag og eigum í opnum samskiptum við hagaðila okkar.