Framkvæmdir og lokanir
Landsvirkjun stendur í sumar fyrir framkvæmdum í Fremri Kárahnjúk. Áætlað er þeim ljúki föstudaginn 26. júlí.
Verkið felur í sér að endurnýja hrunvarnagirðingu sem stendur ofan við veginn í Fremri Kárahnjúk.
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flandsvirkjun-vefur%2F54816435-fae6-4ad3-9d55-0d6e6dff18a9_Hrunvarnir%2Bvi%25C3%25B0%2BK%25C3%25A1rahnj%25C3%25BAka%2B3.png%3Fauto%3Dformat%26crop%3Dfaces%252Cedges%26fit%3Dcrop%26w%3D1280%26h%3D716&w=3840&q=80)
Afhverju verður lokað?
Á verktímanum verður nauðsynlegt að loka veginum vegna hættu á grjóthruni og einnig vegna þess að stór krani þarf að standa á veginum. Öryggi starfsfólks og vegfarenda verður ávallt haft í forgangi.
Hvar verður lokað?
Veginum verður lokað annars vegar við inntakið á milli Desjarárstíflu og Kárahnjúkastíflu og hins vegar við norðurenda Kárahnjúkastíflu, ekki er hjáleið á leiðinni á þessum tíma.
Hvenær verður lokað?
Lokað verður dagana 9.-11. júlí og 15.-16. júlí. Eftir það verður opið fyrir umferð á framkvæmdasvæðinu.
Miðað er við að hafa lokað frá kl. 7 til 19 þá daga sem loka þarf en opna til að hleypa umferð í gegn á tímunum:
- Kl. 10 – 10.15
- Kl. 13 – 13.15
- Kl. 16 – 16.15