Sumarið 2025 ráðum við til starfa ungt fólk í sumarstörf við aflstöðvar okkar. Sumarstörfin eiga við ungmenni fædd á árunum 2006-2009.
Í sumar verða starfræktir hópar við Blöndu, Laxárstöðvar, Kröflustöð, Fljótsdalsstöð, Búrfell og Sogsstöðvar. Sumarvinnuhóparnir sinna daglegri umhirðu við aflstöðvar, auk þess sem hóparnir taka að sér önnur umhverfistengd verkefni í nágrenninu.
Þau sem hafa unnið hjá fyrirtækinu áður og staðið sig vel hafa forgang um vinnu. Við hvetjum ykkur til að vanda umsóknina og nota reitinn "Annað" til frekari upplýsinga um t.d. kynningu á ykkur, fyrri störf, tómstundir eða annað sem ykkur finnst skipta máli fyrir umsóknina.
Sumarvinnuhóparnir verða staðsettir á eftirfarandi starfsstöðvum. Vinsamlegast tilgreinið í umsókninni hvaða starfsstöð þið sækið um.
- Blanda – Ferðir daglega frá Blönduósi
- Laxá – Starfsfólk kemur sér sjálft á staðinn
- Krafla - Daglegar ferðir frá Reykjahlíð
- Fljótsdalur – Ferðir daglega frá Egilsstöðum
- Þjórsársvæði – Ferðir daglega frá Selfossi
- Sogssvæði – Ferðir daglega frá Selfossi
Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar 2025.
Hafa samband: Mannauður (sumarstarf@landsvirkjun.is)