Samtök um sjálfbæra vatnsorku
The Hydropower Sustainability Alliance (HSA) er alþjóðleg og óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun. Þar koma saman fulltrúar vatnsaflsgeirans, stjórnvalda, samfélags- og umhverfissamtaka og fjármálastofnana til þess að vinna að framgangi sjálfbærrar vinnslu vatnsafls.
HSA hefur umsjón með sjálfbærnistaðli vatnsaflsvirkjana (e. „Hydropower Sustainability Standard“ (HSS)), matsferli hans og vottun, með það að markmiði að auka sjálfbærni vatnsaflsvinnslu um allan heim. Með staðlinum stuðlar HSA að gagnsæi og bestu starfsvenjum orkufyrirtækjanna. Markmið HSS er að tryggja samfélagslega ábyrgð, umhverfislega sjálfbærni og hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri vatnsaflsvirkjana.