Raforkumarkaðir, fyrir hverja?

Miðvikudaginn 2. október 2024 stóð Viðskiptagreining Landsvirkjunar fyrir opnum raforkumarkaðsfundi í Grósku þar sem fjallað var um raforkumarkaði á Íslandi og breytingar sem orðið hafa á honum undanfarin ár og misseri. Fundurinn var afar vel sóttur, en um 200 gestir mættu í Grósku.

Upptaka af fundinum

Umfjöllunarefni

Á fundinum var fjallað um þróun mála á raforkumarkaði síðan núgildandi raforkulög voru sett árið 2003 og atlaga gerð að því að svara spurningunni Raforkumarkaðir fyrir hverja?

Ljósi var varpað á þær breytingar sem orðið hafa með tilkomu tveggja nýrra fyrirtækja sem fengið hafa leyfi til þess að reka raforkumarkað, sérstaða Íslands rakin og fjallað um hvernig tryggja mætti raforkuöryggi hér á landi.

Dagný Ósk Ragnarsdóttir, forstöðumaður hjá Viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun býður fundargesti velkomna.
Dagný Ósk Ragnarsdóttir, forstöðumaður hjá Viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun býður fundargesti velkomna.

Dagskrá

Kl. 9:00
Ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Kl. 9:20
Umræður um heildsölumarkað og fyrirkomulag raforkuviðskipta:

  • Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vonarskarðs
  • Ólöf Embla Einarsdóttir, rekstrarstjóri Straumlindar
  • Hanna Björg Konráðsdóttir, deildarstjóri raforkueftirlits Orkustofnunar
  • Hjálmar Helgi Rögnvaldsson, forstöðumaður Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar hjá Orku náttúrunnar
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu
  • Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun

Kl. 10:15
Umræður um markað fyrir stórnotendur:

  • Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar
  • Egill Jóhannsson, deildarstjóri orkumiðlunar hjá HS Orku
  • Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku
  • Guðrún Halla Finnsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli
  • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
  • Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og fulltrúi ASÍ
  • Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins
  • Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti

Fundarstjóri: Dagný Ósk Ragnarsdóttir, forstöðumaður Viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun

Umræðustjóri: Dr. Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Rarik