Markmiðin okkar
Aðgerðaáætlun okkar í loftslagsmálum var samþykkt árið 2019 og nær til 2030.
Hún byggir á kortlagningu á kolefnisspori Landsvirkjunar og í henni er að finna fimm markmið til að vísa okkur veginn til framtíðar. Landsvirkjun verður kolefnishlutlaus árið 2025 – þá bindum við a.m.k. jafn mikið kolefni og starfsemin losar.
Upplýsingar um losun fyrirtækisins og hvernig okkur gengur að ná markmiðunum má finna í Loftslagsbókhaldi og á Loftslagsmælaborði.